Vörumynd

Oddný Sigurðard. Í vökudraumi

Í vökudraumi er fjölbreyttur diskur á
klassískum nótum. Á honum eru íslensku lögin
Vorgyðjan kemur, Það kom söngfugl að sunnan,
Mánaskin, Myndin þín, Í dag...

Í vökudraumi er fjölbreyttur diskur á
klassískum nótum. Á honum eru íslensku lögin
Vorgyðjan kemur, Það kom söngfugl að sunnan,
Mánaskin, Myndin þín, Í dag skein sól,
Draumalandið, Ave María, Svanasöngur á heiði,
Kata litla í Koti, Minning og Þú ert. Erlendu
lögin eru: Med en vandlilje, Möte og Jeg elsker
dig eftir Grieg, An den Mond, An Silvia og
Seligkeit eftir Schubert, Smile og hið rómaða
Little things mean a lot.
Oddný Sigurðardóttir
lærði söng hjá Önnu Júlíönu Sveinsdóttur við
Tónlistarskóla Kópavogs og einnig tekið þátt í
masterclass námskeiðum. Hún hefur haldið
tónleika hér á landi og komið fram erlendis.
Krystyna Cortes er vel þekkt í íslensku
tónlistarlífi sem einleikari og meðleikari.
Samstarf þeirra Oddnýjar hófst 1997.
Þessi lög
eiga það sameiginlegt að vera í uppáhaldi hjá
söngkonunni og vegna þess hversu ólík þau eru
spegla þau fjölþætta mynd sönglagsins.
Upptökustjóri var Halldór Víkingsson.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt