Vörumynd

Prjóniprjón

³Í Prjóniprjón eru verkefni sem henta bæði
byrjendum sem og þaulvönum prjónurum. Þá sem eru
lengra komnir í prjónagleðinni viljum við hvetja
til prjónafrels...

³Í Prjóniprjón eru verkefni sem henta bæði
byrjendum sem og þaulvönum prjónurum. Þá sem eru
lengra komnir í prjónagleðinni viljum við hvetja
til prjónafrelsis. Að brjótast úr viðjum
uppskriftanna og þora að prjóna sjálfstætt, því
það er svo miklu skemmtilegra! Að finna að maður
hafi vald á prjónunum og því sem á að skapa Í en
ekki öfugt. Töfraorðið hér er prjónfesta og að
öðlast skilning á henni. Frjáls og fríhendis
verkefni þurfa helst að vera einföld í byrjun en
smám saman öðlast prjónarinn tilfinningu og trú
á sjálfan sig til að takast á við flóknari verk.
Og það er von okkar að prjónarar noti ekki
aðeins uppskriftirnar í bókinni heldur breyti
þeim og bæti og noti til innblásturs - afalleg
húfa getur kveikt hugmynd að enn fallegri peysu.
Svoleiðis prjón er frábært!

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt