Vörumynd

Vindur í seglum I

Vindur í seglum segir frá fyrstu
verkalýðsfélögum sem stofnuð voru á Vestfjörðum,
viðbrögðum atvinnurekenda, kröfum verkafólks,
hatrömmum pólitískum átökum,...

Vindur í seglum segir frá fyrstu
verkalýðsfélögum sem stofnuð voru á Vestfjörðum,
viðbrögðum atvinnurekenda, kröfum verkafólks,
hatrömmum pólitískum átökum, fyrstu rauðu
bæjarstjórninni á Íslandi, verkfallsbaráttu og
kosningasvindli.

Í bókinni er lýst tímum
umbreytinga og uppbyggingar á Vestfjörðum. Þorp
og bæir mynduðust við ströndina og ný viðhorf
ruddu sér leið inn í vestfirskt samfélag.
Verkafólk og sjómenn mynduðu samtök og kröfðust
áhrifa undir merkjum jöfnuðar og réttlætis.

Fjallað er um örlög fyrstu verkalýðsfélaganna
á Ísafirði, Þingeyri og Bíldudal; hvernig
verkalýðsfélögin og jafnaðarmenn komust til
valda á Ísafirði; hvernig verkalýðshreyfingin
fetaði sín fyrstu skref í andstöðu við
atvinnurekendavaldið í Hnífsdal og Bolungarvík,
á Flateyri, í Súðavík og á Patreksfirði. Þá
segir frá stofnun Alþýðusambands Vestfjarða og
fyrstu starfsárum þess.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt