Vörumynd

Þú skrínlagða heimska

Bók þessi byggir á skrifum Sævars Marinós
Ciesielskis frá þeim tíma þegar hann sat í
gæsluvarðhaldi og meðan á afplánun stóð á
Litla-Hrauni. Í þeim skrifum ...

Bók þessi byggir á skrifum Sævars Marinós
Ciesielskis frá þeim tíma þegar hann sat í
gæsluvarðhaldi og meðan á afplánun stóð á
Litla-Hrauni. Í þeim skrifum fjallar hann um
ýmsa þætti í lífi sínu, allt frá æskuárum, en
stærstur hluti bókarinnar lýsir aðdraganda
svonefndra Guðmundar- og Geirfinnsmála og síðan
gæsluvarðhaldvist hans. Meðhöfundur bókarinnar,
Þorsteinn Antonsson, vann bókina upp úr þessum
fangelsispappírum í samráði við Sævar á árunum
upp úr 1990 samhliða annarri um málaferlin, sem
út var gefin um það leyti, en afráðið var, að sú
persónulegri biði síns tíma. Sem nú væntanlega
er runninn upp.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt