Vörumynd

Múgsefjun-Múgsefjun

Tónlist Múgsefjunar þróast stöðugt í nýjar
áttir, allt frá því að fyrsta plata þeirra,
Skiptar skoðanir, kom út árið 2008. Sú plata
hlaut einróma lof gagnrý...

Tónlist Múgsefjunar þróast stöðugt í nýjar
áttir, allt frá því að fyrsta plata þeirra,
Skiptar skoðanir, kom út árið 2008. Sú plata
hlaut einróma lof gagnrýnenda og var m.a.
tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna.
Platan Múgsefjun, samnefnd sveitinni, varð til á
þremur viðburðaríkum árum, bæði í lífi
þjóðarinnar og lífi hljómsveitarmeðlima.
Samfélagsrýni, jákvæðni, bölsýni og
veruleikaflótti eru meðal umfjöllunarefna, auk
þess sem áður akústísk þjóðlagahljóðmynd hefur
drekkt sig í sterkum litum rafmagnsgítarsins,
kirkjuorgels, hljóðgervla og sí meiri slagverks.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt