Vörumynd

Meistararnir

Þegar Rósant er tíu ára, árið 1972, fer hann með afa sínum og nafna á Evrópumót öldunga í frjálsum íþróttum í Finnlandi. En happakringlan hverfur skömmu fyrir brottför og gullverðlaunin sem afinn taldi vís eru í hættu.

Þegar íslensku íþróttamennirnir koma til Finnlands opnast heill ævintýraheimur fyrir Rósant litla og ljóst verður að stærstu áskoranirnar eru ekki alltaf inni á keppni...

Þegar Rósant er tíu ára, árið 1972, fer hann með afa sínum og nafna á Evrópumót öldunga í frjálsum íþróttum í Finnlandi. En happakringlan hverfur skömmu fyrir brottför og gullverðlaunin sem afinn taldi vís eru í hættu.

Þegar íslensku íþróttamennirnir koma til Finnlands opnast heill ævintýraheimur fyrir Rósant litla og ljóst verður að stærstu áskoranirnar eru ekki alltaf inni á keppnisvellinum.

Meistararnir er í senn gamansöm og hlý frásögn af breyskum mönnum. Hér rekast dularfullir og framandi heimar bernskunnar á við heim hinna fullorðnu, þar sem ekki er allt jafn slétt og fellt og yfirborðið gefur til kynna. Hjörtur Marteinsson hefur áður sent frá sér verðlaunabækurnar AM 00 og Alzheimertilbrigðin . Meistararnir er hans fimmta bók.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt