Vörumynd

Afgangar

Allt handavinnufólk kannast við það að eiga í
fórum sínum töluvert magn af garnafgöngum.
Afgangarnir sem eftir eru í körfunni geta
hæglega orðið að skemmtil...

Allt handavinnufólk kannast við það að eiga í
fórum sínum töluvert magn af garnafgöngum.
Afgangarnir sem eftir eru í körfunni geta
hæglega orðið að skemmtilegum nýjum verkefnum.
Afgangar - verkefni fyrir prjónara, heklara og
alla hina er bók fyrir þá sem finnst gaman að
prjóna og hekla litla einfalda en jafnframt
fallega hluti og inniheldur hún verkefni sem
hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Í
bókinni eru lítil falleg verkefni sem tekur
stuttan tíma að vinna. Henni er skipt í 8 kafla:
leikföng, kökur, grænmeti og ávextir,
borðtuskur, pottaleppar, hitaplatti, innkaupanet
og púði. Verkefnin eru einföld og skemmtileg og
eru ljósmyndir af öllum verkefnum í bókinni.
Teiknaðar skýringar fylgja jafnframt með
flóknari verkefnum.Höfundur bókarinnar Elín
Arndís Gunnarsdóttir, er grunnskólakennari með
áratuga reynslu af hvers kyns handavinnu. Hún
hefur kennt til til fjölda ára bæði í Danmörku
og á Íslandi og haldið námskeið fyrir bæði
fullorðna og börn.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt