Vörumynd

Urðargaldur

Tíunda ljóðabók Þorsteins frá Hamri geymir um 50 ljóð um aðskiljanleg efni – öll brýn. Skiptist bókin í fjóra meginþætti; I. Gestir, II. Ljóðlíf, III. Rætur og IV. Svipdagar.

„Hlustum leingur, hlýðum á veður og orð“ – svo mælir Þorsteinn bókinni. Í skáldskap hans heyrum við jafnan dyn af veðrum samtímans eins og þunga undiröldu. Skáldið minnir líka á rætur þjóðmenningar okkar, land o...

Tíunda ljóðabók Þorsteins frá Hamri geymir um 50 ljóð um aðskiljanleg efni – öll brýn. Skiptist bókin í fjóra meginþætti; I. Gestir, II. Ljóðlíf, III. Rætur og IV. Svipdagar.

„Hlustum leingur, hlýðum á veður og orð“ – svo mælir Þorsteinn bókinni. Í skáldskap hans heyrum við jafnan dyn af veðrum samtímans eins og þunga undiröldu. Skáldið minnir líka á rætur þjóðmenningar okkar, land og sögu. Táknmynd þess gæti verið stakur, veðraður steinn, „viðnámslegur í fasi“. Í ljóðum Þorsteins felst einatt hæglætislegt en þrautseigjufullt viðnám gegn glamri og sýndarmennsku umhverfisins. Ljóðstíllinn í Urðargaldri er sem fyrr hjá skáldinu heill og traustur, nútímalegur og klassískur í senn, í fullu samræmi við það viðhorf til samfellu menningarinnar sem í ljóðunum birtist. Hér bregður skáldið fyrir sig ýmsum formbrigðum. bundnu formi og lausu. Vart munu önnur samtímaskáld eiga brýnna erindi að rækja þegar alls er gætt, eða kunna betur til íþróttar sinnar.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt