Vörumynd

Það liggur í loftinu

Hjónin Birna Óladóttir frá Grímsey og Dagbjartur
Einarsson, útgerðarmaður í Grindavík eru þannig
fólk að þeim gleymir enginn sem einu sinni hefur
átt með þe...

Hjónin Birna Óladóttir frá Grímsey og Dagbjartur
Einarsson, útgerðarmaður í Grindavík eru þannig
fólk að þeim gleymir enginn sem einu sinni hefur
átt með þeim stund. Þau koma til dyranna eins og
þau eru klædd og eru ekkert að skafa utan af
hlutunum. Lífsglöð eru þau bæði og kunna svo
sannarlega að njóta þess að vera til. Áræðin eru
þau með afbrigðum og vinnusemi er þeim í blóð
borin. Þau voru ekki loðin um lófana í fyrstu en
með dugnaði og fyrirhyggju tókst þeim með
tímanum að koma ár sinni vel fyrir borð.
Þekktust eru þau auðvitað fyrir ævistarfið,
kraftmikla útgerð í Grindavík. En líf þeirra
tengist líka ýmsu öðru eins og hestamennsku,
fjárbúskap, æðarrækt og fótbolta. Í þessari bók
er sagt frá lífi þeirra hjóna, í blíðu og
stríðu, allt frá því að þau hittust fyrst úti í
Grímsey fyrir ríflega hálfri öld og ást þeirra
kviknaði.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  2.990 kr.
  Skoða
 • Penninn
  2.583 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt