Vörumynd

Petite Anglaise

Catherine Sanderson er bresk kona sem flutti til Parísar um tvítugt. Hún byrjaði að blogga í júlí 2004 og varð fljótt þekkt fyrir skemmtilegar frásagnir af Parísarlífi ungrar útivinnandi móður. Hulunni var svipt af Petite Anglaise þegar Catherine var rekin úr starfi vegna bloggsins, fór í mál við vinnuveitendur sína og fékk skaðabætur. Petite Anglaise er sönn lífsreynslusaga Catherine.

...

Catherine Sanderson er bresk kona sem flutti til Parísar um tvítugt. Hún byrjaði að blogga í júlí 2004 og varð fljótt þekkt fyrir skemmtilegar frásagnir af Parísarlífi ungrar útivinnandi móður. Hulunni var svipt af Petite Anglaise þegar Catherine var rekin úr starfi vegna bloggsins, fór í mál við vinnuveitendur sína og fékk skaðabætur. Petite Anglaise er sönn lífsreynslusaga Catherine.

Frakkland var draumalandið hennar, París borg ástarinnar … en eftir tíu ár er Catherine orðin venjuleg úthverfahúsmóðir á þönum milli dagmóður og óspennandi skrifstofuvinnu og myndarlegi Frakkinn sem hún varð ástfangin af er vinnusjúklingur sem eyðir frístundunum fyrir framan sjónvarpið. Einn daginn ákveður hún að hrista ögn upp í gráum hversdagsleikanum og fara að blogga undir dulnefninu Petite Anglaise.

Í netheimum kynnist Catherine einhleypum Englendingi og fljótlega verður henni ljóst að hann er maðurinn sem hún hefur alltaf leitað að … Og allir lesendur bloggsins fylgjast spenntir með þegar hún lýsir eldheitu ástarsambandi þeirra af einstakri hreinskilni.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt