Vörumynd

Barnið í ferðatöskunni-Kilja

³Í töskunni var drengur. Nakinn ljóshærður
strákur, lítill og grannur, varla meira en
þriggja ára. Ninu brá svo mikið að hún
hrökklaðist upp að hrjúfum plas...

³Í töskunni var drengur. Nakinn ljóshærður
strákur, lítill og grannur, varla meira en
þriggja ára. Ninu brá svo mikið að hún
hrökklaðist upp að hrjúfum plastgámnum. Hnén
voru alveg uppi við bringu, hann var
samanbrotinn eins og hann væri skyrta. Hann var
með lokuð augu og húðin var fölhvít í skini
flúrljósanna. Það var ekki fyrr en hún sá að
hann bærði aðeins varirnar sem henni varð ljóst
að hann var lifandi."Nina vinnur fyrir Rauða
krossinn í Danmörku og hirðir ekki um hvort
flóttamennirnir sem hún mætir í starfi sínu séu
löglegir eða ólöglegir. Hún hefur þurft að horfa
upp á ofbeldi, misnotkun og mansal en þegar hún
finnur litla drenginn í ferðatöskunni getur hún
ekki látið hann í hendur yfirvalda. Hún verður
að komast að því hver hann er, hvaðan hann kom
og hvort hann á mömmu.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt