Vörumynd

Iceland Exposed

Ljósmyndir Páls Stefánssonar af Íslandi sýna
lítt þekkt og framandi land. Mælikvarðinn setur
áhorfandann úr jafnvægi: Er hann að horfa á
eitthvað agnarsmátt...

Ljósmyndir Páls Stefánssonar af Íslandi sýna
lítt þekkt og framandi land. Mælikvarðinn setur
áhorfandann úr jafnvægi: Er hann að horfa á
eitthvað agnarsmátt eða eitthvað svo stórt að
það á eiginlega ekki að vera hægt að ljósmynda
það? Er þetta lítill lækur eða jökull séður úr
gríðarlegri hæð? Er sprungan í íshellinum margra
kílómetra djúp, eða er þetta bara rispa? Það er
eitt af afrekum Páls Stefánssonar að ljósmynda
Ísland stöðugt eins og það sé nýtt og ókannað.
Ísland hefur aldrei í sögunni verið ljósmyndað
af jafnmiklum ákafa og einmitt þessi misserin.
Það gefur ljósmyndara eins og Páli, manni sem
gjörþekkir landið og hefur ljósmyndað það í yfir
þrjá áratugi, frelsi til að kynnast því upp á
nýtt. Þessi fyrsta bók Páls um Ísland í um
áratug er afrakstur stöðugrar könnunar, stöðugra
ferðalaga árið um kring í leit að sjónarhornum
sem aðeins verða einu sinni til og aðeins sá sem
rannsakar og bíður fær höndlað.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  4.990 kr.
  Skoða
 • Penninn
  Til á lager
  4.999 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt