Vörumynd

Alex

Alex

Hver þekkir Alex?

Hún er falleg og snjöll. Heillandi. Er það ástæða þess að henni er rænt og haldið í yfirgefnu vöruhúsi í París þar sem hún þarf að þola hroðalegri pyntingar en orð fá lýst?

Þegar lögreglan kemst loks á slóðina er hún horfin. Alex er hrollvekjandi, myrkur og lævíslega fléttaður spennutryllir í anda Hitchcocks; frumleg og ófyrirsjáanleg saga sem rígheldur allt t...

Hver þekkir Alex?

Hún er falleg og snjöll. Heillandi. Er það ástæða þess að henni er rænt og haldið í yfirgefnu vöruhúsi í París þar sem hún þarf að þola hroðalegri pyntingar en orð fá lýst?

Þegar lögreglan kemst loks á slóðina er hún horfin. Alex er hrollvekjandi, myrkur og lævíslega fléttaður spennutryllir í anda Hitchcocks; frumleg og ófyrirsjáanleg saga sem rígheldur allt til síðustu blaðsíðu.

Pierre Lemaitre er margverðlaunaður höfundur og einn vinsælasti spennusagnameistari Frakka.

Hann hlaut meðal annars hin virtu Goncourt-bókmenntaverðlaun árið 2013 og alþjóðlega rýtinginn 2013, verðlaun CWA, samtaka breskra glæpasagnahöfunda.

Friðrik Rafnsson þýddi.

„Alveg súper glæpasaga! Alveg dúndur! … Þetta er alvöru höfundur … Mjög óvæntar vendingar, höfundurinn dregur mann með sér í frekar óvæntar áttir. Þetta er líka býsna „brútal“ … Persónurnar eru alveg ótrúlega forvitnilegar. Mann langar að vita meira …“
Egill Helgason / Kiljan

„Alls ekki byrja að lesa þessa bók ef þú átt að mæta í vinnuna daginn eftir. Það er ekki hægt að loka henni … skemmtilega upp byggð … hann gerir þetta svo vel og þetta heldur manni svo vel. Maður kemur algjörlega af fjöllum aftur og aftur.“
Friðrika Benónýsdóttir / Kiljan

„Svona á að gera þetta! … miklar og óvæntar vendingar nokkrum sinnum …“
Þorgeir Tryggvason / Kiljan

* * * *
„… frásögn um viðbjóðslega glæpi og skipulagða hefnd, baráttu upp á líf og dauða, eðli manna og dýra. Í soranum glittir síðan í mannlega þætti, ást, söknuð og grát … þetta er slungin saga þar sem höfundur fléttar atburðarásinni vel saman við einkalíf persóna. Efnið er grafalvarlegt en húmorinn aldrei langt undan … nálgunin er samt öðruvísi en gengur og gerist … skemmtileg tilbreyting að fá franskan ilm inn í annars fjölbreyttan spennusagna heim.“
Steinþór Guðbjartsson / Morgunblaðið

„Spennandi og svolítið óhugnarleg bók með flottri fléttu. Hún er það ófyrirsjáanleg að maður snýst í nokkra hringi varðandi aðalsöguhetjuna … Flottur krimmi eftir margverðlaunaðan höfund.“
Guðríður Haraldsdóttir / Vikan

„Óvenju vitsmunaleg spennubók með djöfullegu „plotti“.“
Egill Helgason / Kiljan

„Grípandi og frumleg … kemur sífellt á óvart.“
The Times

„Hressandi og hræðileg, þú leggur hana ekki frá þér.“
The Guardian

„Snilldarlega ofinn söguþráður.“
Observer

„Einstakur gimsteinn.“
Eurocrime

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Forlagið
    Til á lager
    490 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt