Vörumynd

Verjandinn

Hann svaf illa um nóttina en það gerði hann hvort sem er þegar stór málflutningur var fram undan. Taugarnar þöndust smám saman, komu í veg fyrir góðan svefn en héldu honum við efnið þegar á hólminn var komið. Svefnleysið hafði aldrei komið að sök.

Stefán Bjarnason hæstaréttarlögmaður á við ramman reip að draga í heiftúðugu forræðismáli. Íslensk móðir hefur flúið með unga dóttur frá B...

Hann svaf illa um nóttina en það gerði hann hvort sem er þegar stór málflutningur var fram undan. Taugarnar þöndust smám saman, komu í veg fyrir góðan svefn en héldu honum við efnið þegar á hólminn var komið. Svefnleysið hafði aldrei komið að sök.

Stefán Bjarnason hæstaréttarlögmaður á við ramman reip að draga í heiftúðugu forræðismáli. Íslensk móðir hefur flúið með unga dóttur frá Bandaríkjunum til Íslands í trássi við niðurstöðu dómstóla. Harðsnúnir „sérfræðingar“ eru ráðnir á vegum föðurins til að ná í barnið. Þeir vingast við móðurina, beita alls kyns blekkingum og brögðum, og reyna að nema barnið á brott í skjóli nætur. En þegar sú aðgerð misheppnast kemur til kasta verjandans. Þó að Stefán sé vingull í einkalífi er hann orðsnar, lipur og öruggur í starfi. Og smátt og smátt afhjúpast sú fortíð sem leitt hefur til þeirra dramatísku atburða sem skekja líf allra sem hlut eiga að máli.

Verjandinn er hörkuspennandi skáldsaga, sakamáladrama um ástir, vináttu, framhjáhald, misnotkun og miskunnarlaus morð, krydduð gamansemi og leiftrandi háði.

Óskar Magnússon er lögfræðingur að mennt og hæstaréttarlögmaður. Hann rak eigin lögmannsstofu og var lengi forstjóri fyrirtækja og útgefandi fjölmiðla. Hann hefur sent frá sér tvö smásagnasöfn við góðar undirtektir, Borðaði ég kvöldmat í gær? (2006) og Ég sé ekkert svona gleraugnalaus (2010). Fyrsta skáldsaga Óskars, Látið síga piltar (2013), hlaut afbragðsgóðar viðtökur bæði lesenda og gagnrýnenda.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt