Vörumynd

Lubbi Lundi

Lubbi lundi er ljúf barnasaga um samskipti manna og dýra sem Brian Pilkington skrifar og skreytir óviðjafnanlegum myndum. Hér segir frá Gróu sem býr í Vestmannaeyjum. Einu sinni sem oftar fer hún með pabba sínum að bjarga lundapysjum sem rata ekki út á sjó. Ein þeirra vill ekki fljúga burt svo Gróa fer með hana heim. Pysjan fær nafnið Lubbi – enda líkist hún meira hundi en lunda þ...

Lubbi lundi er ljúf barnasaga um samskipti manna og dýra sem Brian Pilkington skrifar og skreytir óviðjafnanlegum myndum. Hér segir frá Gróu sem býr í Vestmannaeyjum. Einu sinni sem oftar fer hún með pabba sínum að bjarga lundapysjum sem rata ekki út á sjó. Ein þeirra vill ekki fljúga burt svo Gróa fer með hana heim. Pysjan fær nafnið Lubbi – enda líkist hún meira hundi en lunda þar sem hún eltir Gróu um allt. Þar til fjölskyldunni finnst nóg komið og þau grípa til sinna ráða.

Ensk útgáfa bókarinnar ber titilinn .

"Barnabókateikningar Brians eru hver annarri fallegri en þegar hann semur sjálfur textann verður útkoman að fallegri heild eins og raunin er um Lubba lunda."
Hrund Ólafsdóttir, Morgunblaðið.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt