Vörumynd

Volcano Island

Volcano

Út er komin ljósmyndabókin Volcano Island eftir Sigurgeir Sigurjónsson. Stórbrotin bók sem fangar sögulegan tíma.

Í bókinni má finna einstakar myndir af gosunum í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi ásamt fróðleik um tildrög gosanna og framvindu í samhengi við jarðsögu Íslands. Sigurgeir fór í ótal ferðir upp að gossvæðunum í vor en í bókinni má aukinheldur finna ...

Út er komin ljósmyndabókin Volcano Island eftir Sigurgeir Sigurjónsson. Stórbrotin bók sem fangar sögulegan tíma.

Í bókinni má finna einstakar myndir af gosunum í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi ásamt fróðleik um tildrög gosanna og framvindu í samhengi við jarðsögu Íslands. Sigurgeir fór í ótal ferðir upp að gossvæðunum í vor en í bókinni má aukinheldur finna myndir eftir fleiri ljósmyndara.

Texta bókarinnar ritar Sigurður Steinþórsson prófessor í jarðfræði.

Sigurgeir Sigurjónsson  þekkir landslagið þarna syðra afar vel enda hefur hann um áratugaskeið myndað náttúruperlur landsins. Hann er án efa vinsælasti náttúruljósmyndari okkar Íslendinga en bækur hans, á borð við Lost in Iceland , The Little Big Book og Íslendingar , hafa selst í tugþúsundum eintaka.

Bókin er 144 síður í mjúku broti, texti hennar er á ensku.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt