Vörumynd

Undirdjúp Íslands /Sub-Iceland

Í hafinu við Ísland og í ám og vötnum landsins
er að finna fjölskrúðugt lífríki sem á vart
sinn líka í veröldinni. Heimur þessi er flestum
hulinn. Í bókinn...

Í hafinu við Ísland og í ám og vötnum landsins
er að finna fjölskrúðugt lífríki sem á vart
sinn líka í veröldinni. Heimur þessi er flestum
hulinn. Í bókinni Undirdjúp Íslands: framandi
furðuveröld í sjó og vötnum er kafað niður í
djúpin með myndavél að vopni og útkoman er
líkust því sem svifið sé í lausu lofti um
töfraheima þar sem einstæðir litir og form ráða
ríkjum.
Höfundur bókarinnar er myndasmiðurinn og
kafarinn Gísli Arnar Guðmundsson. Gísli er
vélfræðingur að mennt og rekur eigið fyrirtæki
ásamt því að fara í leiðangra með ferðamenn um
Ísland þar sem kafað er á mörgum af fallegustu
stöðum landsins. Gísli hefur kafað víða um heim
og útskrifaðist nýlega sem köfunarkennari. Í
þessari bók sameinast tvö helstu áhugamál hans
og ástríður Í köfun og ljósmyndun.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  4.290 kr.
  3.997 kr.
  Skoða
 • Penninn
  1.999 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt