Vörumynd

Tímarit MM 1 hefti 2016

Út er komin fyrsta hefti ársins af Tímariti Máls
og menningar. Að vanda er þar fjölbreytt efni um
bókmenntir og samfélag, og þar eru ljóð, sögur
og umsagnir...

Út er komin fyrsta hefti ársins af Tímariti Máls
og menningar. Að vanda er þar fjölbreytt efni um
bókmenntir og samfélag, og þar eru ljóð, sögur
og umsagnir um bækur.

Meðal efnis má nefna
verðlaunaljóð Dags Hjartarsonar sem hann fékk
Ljóðstaf Jóns úr Vör nýlega fyrir og nýtt ljóð
eftir Böðvar Guðmundsson þar sem ort er um
gamlan útrásarvíking. Guðrún Nordal
forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar ritar
grein um bókmenntaarf Íslendinga og hvernig hann
verður ávaxtaður og hans gætt á nýrri öld.
Viðtal Kristínar Ómarsdóttur er á sínum stað, en
að þessu sinni ræðir hún við Rögnu
Sigurðardóttur. Gunnþórunn Guðmundsdóttir
skrifar um bækur Jóns Gnarr en Egill Bjarnason
skoðar tildrög og útbreiðslu þess siðar í
ritdómum hér á landi að gefa stjörnur fyrir
bækur, og sýnir fram á tilhneigingu til síaukins
örlætis í stjörnugjöfinni. Jón Ólafsson
heimspekingur fjallar um umræðu hér á landi um
spillingu í stjórnmálum og smásaga er eftir Hauk
Ingvarsson.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt