Vörumynd

Andvaka

Andvaka er fyrsti hluti þríleiksins sem Jon Fosse hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir haustið 2015. Þríleikurinn fjallar um ævi og örlög alþýðufólks í Noregi fyrr á tímum.
Jon Fosse (f. 1959) er einn kunnasti samtímahöfundur Norðmanna. Verk hans hafa verið þýdd og gefin út á meira en 40 tungumálum, leikverk hans sviðsett meira en þúsund sinnum og Fosse unnið til fjö...

Andvaka er fyrsti hluti þríleiksins sem Jon Fosse hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir haustið 2015. Þríleikurinn fjallar um ævi og örlög alþýðufólks í Noregi fyrr á tímum.
Jon Fosse (f. 1959) er einn kunnasti samtímahöfundur Norðmanna. Verk hans hafa verið þýdd og gefin út á meira en 40 tungumálum, leikverk hans sviðsett meira en þúsund sinnum og Fosse unnið til fjölda verðlauna bæði í heimalandinu og erlendis.

Allt frá fyrstu bók sinni, skáldsögunni Rautt, svart árið 1983, hefur hann helgað sig ritstörfum og sent frá sér skáldsögur, ljóðabækur, barnabækur og ritgerðasöfn ─ samtals nær 40 bækur. Á síðasta ári kom sagan Morgunn og kvöld út hjá Dimmu, í þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar, en einnig hafa nokkur verk eftir Fosse verið sett á svið hérlendis, þ.á.m. var Sumardagur sýndur í Þjóðleikhúsinu 2006, unglingaleikritið Purpuri hjá leikhópnum Jelenu í Loftkastalanum sama ár.

Hjalti Rögnvaldsson íslenskaði.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Forlagið
    Til á lager
    3.090 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt