Vörumynd

Hetjur - kilja

Saga Kristínar Steinsdóttur, Hetjur, hefur nú
verið gefin út í kilju. Þórhallur er fluttur með
fjölskyldunni til Þrándheims í Noregi. Hann
þekkir engan í sk...

Saga Kristínar Steinsdóttur, Hetjur, hefur nú
verið gefin út í kilju. Þórhallur er fluttur með
fjölskyldunni til Þrándheims í Noregi. Hann
þekkir engan í skólanum og gengur undir nafninu
Túrhalur Túrdarson. Eins og það sé ekki nógu
slæmt þá gnæfir löngu dauður kóngur yfir og allt
um kring eins og hann væri enn í fullu fjöri. Af
hverju halda allir að það sé eitthvað gaman að
búa í útlöndum? Og hvernig í ósköpunum á ellefu
ára strákur úr Hlíðunum að lifa þetta af?
Kristín Steinsdóttir er margverðlaunaður
rithöfundur en fyrsta bók hennar, Franskbrauð
með sultu, kom út árið 1987. Hún hefur skrifað
bækur fyrir lesendur á öllum aldri. Hér fléttar
hún fornum sögum við nútímaatburði og
vangaveltur um hvað það felur í sér að vera
hetja. Það er enda alls ekkert einfalt mál ´ eða
hvað? Myndskreytingar annast Halla Sólveig
Þorgeirsdóttir.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  1.990 kr.
  Skoða
 • Penninn
  1.299 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt