Vörumynd

Inferno

Inferno eftir August Strindberg er sjálfsævisögulegt verk og fjallar um rithöfund, búsettan í París, sem yfirgefur fjölskyldu sína til þess að helga sig rannsóknum í efnafræði. Hann er staðráðinn í að komast til botns í leyndardómum gullgerðarlistar og rannsóknirnar leiða hann út í ýmiss konar kukl.

Fyrr en varir renna veruleiki og hugarástand saman; höfundurinn fer að sjá o...

Inferno eftir August Strindberg er sjálfsævisögulegt verk og fjallar um rithöfund, búsettan í París, sem yfirgefur fjölskyldu sína til þess að helga sig rannsóknum í efnafræði. Hann er staðráðinn í að komast til botns í leyndardómum gullgerðarlistar og rannsóknirnar leiða hann út í ýmiss konar kukl.

Fyrr en varir renna veruleiki og hugarástand saman; höfundurinn fer að sjá ofsóknir og samsæri gegn sér í hverju horni og upplifir því sannkallað víti – Inferno – innra með sjálfum sér.

Bókin kom upphaflega út á sænsku árið 1897. Þó að hún væri ekki gefin út hér á landi fyrr en heilli öld síðar hefur hún haft veruleg áhrif á íslenska rithöfunda fyrr og síðar, verið þeim fyrirmynd og veitt þeim innblástur.

Þórarinn Eldjárn þýddi.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt