Vörumynd

Horfin arfleið

Við rætur fjallsins Kanchenjunga í
Himalayjafjöllunum, í afskekktu setri sem má
muna fífil sinn fegurri, býr bitur dómari á
eftirlaunum. Hann á þá ósk heit...

Við rætur fjallsins Kanchenjunga í
Himalayjafjöllunum, í afskekktu setri sem má
muna fífil sinn fegurri, býr bitur dómari á
eftirlaunum. Hann á þá ósk heitasta að lifa þar
í friði, en örlögin haga því svo að barnabarn
hans, stúlkan Sai, flyst inn á heimilið. Þar er
hún mest í umsjón aldraðs kokks en sagan segir
einnig frá syni hans sem er ólöglegur
innflytjandi í New York og býr þar við erfiðan
kost og hrekst frá einni vinnu til annarrar.
Höfundur varpar ljósi á líf þessa fólks og
fjölda annarra litskrúðugra persóna, á ljóðrænan
og lifandi hátt. Lesandinn fylgist með þeim
takast á við grátbroslegar aðstæður og framandi
menningu, bæði erlendis og í eigin landi. Í
bakgrunni eru stef nýlendustefnu og pólitísks
óróa í Norður Indlandi á áttunda áratug síðustu
aldar.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt