Vörumynd

Make a Painting of Trees

Málverk Erlu S. Haraldsdóttur virðast við fyrstu
sýn vera ofurraunsæisleg. Þar blasa við
sviðsmyndir úr byggingum eða staðir í náttúrunni
sem virðast ætlaða...

Málverk Erlu S. Haraldsdóttur virðast við fyrstu
sýn vera ofurraunsæisleg. Þar blasa við
sviðsmyndir úr byggingum eða staðir í náttúrunni
sem virðast ætlaðar að vekja þá spennu milli
veruleikaskynjunar og listrænnar framsetningar
sem er svo einkennandi fyrir fígúratív málverk
samtímans. En verkin byggja ekki aðeins á
samspili eða reiptogi tilfinninga og efnisleika
málverksins. Þau eru afrakstur aðferðar sem Erla
hefur beitt á undanförnum árum og felst í að
nota reglur og skipulag sem kveikjur að
verkunum. Verkin eru unnin út frá fyrirmælum sem
Erla fær frá vinum sínum eða sem koma til hennar
með öðrum hætti. Þessi ³sjálfvirkniÊ í
listsköpuninni gerir raunsæi verkanna gráglettið
og kannski svolítið stríðnislegt. Fígrúatív
verkin eru orðin til vegna þess að listamaðurinn
hefur gert samkomulag við umhverfi sitt um að
hlýða skilaboðum. Val hans á viðfangsefnum er
algerlega háð þessu kerfi, en framsetning og
trúverðuleiki verksins rís af hæfileikum hans og
getu til að framkvæma skipunina.

Verslanir

  • Penninn
    5.499 kr.
    4.949 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt