Vörumynd

Íslandsatlas 1:100 000

Íslandsatlas er viðamesta kortabók yfir Ísland sem nokkru sinni hefur komið fyrir almenningssjónir og markar þáttaskil í íslenskri kortasögu.

Landið allt, frá hæstu tindum til annesja og eyja, er sýnt á 132 stórbrotnum kortum í mælikvarðanum 1:100 000. Kortin eru afar nákvæm og geyma 44.000 örnefni sem vísað er til í ítarlegri örnefnaskrá sem auk glæsilegra inngangskafla um íslenska ...

Íslandsatlas er viðamesta kortabók yfir Ísland sem nokkru sinni hefur komið fyrir almenningssjónir og markar þáttaskil í íslenskri kortasögu.

Landið allt, frá hæstu tindum til annesja og eyja, er sýnt á 132 stórbrotnum kortum í mælikvarðanum 1:100 000. Kortin eru afar nákvæm og geyma 44.000 örnefni sem vísað er til í ítarlegri örnefnaskrá sem auk glæsilegra inngangskafla um íslenska náttúru eykur mjög á notagildi bókarinnar. Með stafrænni kortatækni eru svipbrigði landsins sýnd með ótrúlegri nákvæmni svo hvert mannsbarn skynjar hæð fjalla, dýpt dala og víðáttur öræfanna líkt og flogið væri yfir.

Íslandsatlas er einstakt uppsláttarverk um landafræði Íslands sem ætti að vera til á hverju heimili. Svona hefur enginn séð Ísland áður.

Fimmta útgáfa 2015.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt