Vörumynd

Órar

Ást er sjúkdómur, hún heltekur hugann og kemur í veg fyrir að fólk hugsi skýrt. Þess vegna fara stelpur og strákar í einfalda aðgerð átján ára gömul sem kemur í veg fyrir að þau verði ástfangin. Svo eru þau pöruð við heppilegan maka. Lena hlakkar til að fara í aðgerðina og trúir því að lækningin muni gera hana hamingjusama og örugga. En er það alveg víst? Getur hún verið viss um að hinir s...

Ást er sjúkdómur, hún heltekur hugann og kemur í veg fyrir að fólk hugsi skýrt. Þess vegna fara stelpur og strákar í einfalda aðgerð átján ára gömul sem kemur í veg fyrir að þau verði ástfangin. Svo eru þau pöruð við heppilegan maka. Lena hlakkar til að fara í aðgerðina og trúir því að lækningin muni gera hana hamingjusama og örugga. En er það alveg víst? Getur hún verið viss um að hinir sjúku – þeir sem ekki hafa farið í aðgerðina og lifa úti í Óbyggðunum – séu jafnhættulegir og yfirvöld halda fram? Er kannski betra að sýkjast af ást eitt andartak en lifa langa ævi í lygi?

Órar er fyrsta bókin í þríleik Lauren Oliver um sjúkdóminn ást sem unglingar um allan heim hafa rifið í sig og ritdómarar keppst við að lofa. Sif Sigmarsdóttir þýddi.

„Óvæntur endirinn skilur eftir svo margar spurningar að lesendur bíða með öndina í hálsinum eftir næstu bók.“
Kirkus Reviews

„Órar munu koma við hjartað í þér og herða á púlsinum. Þessi bók minnir mann á að lífið snýst um meira en einfaldlega að vera til.“
Justine Magazine

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt