Vörumynd

Hverafuglar

Einar Georg hefur einkum orðið kunnur af textagerð fyrir syni sína, Þorstein í hljómsveitinni Hjálmum og Ásgeir Trausta. Hann hefur starfað sem kennari og skólastjóri víða um land, lengst af á Laugabakka í Miðfirði. Árið 1984 gaf hann út ljóðabókina Þá mun vorið vaxa en ljóð hans hafa einnig birst í blöðum og tímaritum.

Í Hverafuglum eru ljóð um náttúruna sem Einar orti meðal annars ...

Einar Georg hefur einkum orðið kunnur af textagerð fyrir syni sína, Þorstein í hljómsveitinni Hjálmum og Ásgeir Trausta. Hann hefur starfað sem kennari og skólastjóri víða um land, lengst af á Laugabakka í Miðfirði. Árið 1984 gaf hann út ljóðabókina Þá mun vorið vaxa en ljóð hans hafa einnig birst í blöðum og tímaritum.

Í Hverafuglum eru ljóð um náttúruna sem Einar orti meðal annars fyrir vin sinn Guðmund Pál Ólafsson til að nota í bók hans Vatnið í náttúru Íslands; þar eru ádeiluljóð, angurvær lífsspeki og galgopalegar limrur.

Myndskreytingar og teikning á kápu eru eftir Ásgeir Trausta.

Þjóðvísur
Dagarnir eru leiftur
sem logatungur teygja
eitt andartak en hjaðna svo og
deyja.

Dagarnir eru laufin
sem vindar tína af trjánum
og berast út á sædjúpin með
ánum.

Dagarnir eru fiskar
sem smjúga gegnum greipar.
Drottinn situr í himninum og
keipar.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt