Vörumynd

Dagbók Elku: alþýðumenning í þéttbýli á árunum 1915–1923

Út er komin fimmtánda bókin í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar sem nefnist: Dagbók Elku. Alþýðumenning í þéttbýli á árunum 1915–1923 í frásögn Elku Björnsdóttur verkakonu. Það eru sagnfræðingarnir Hilma Gunnarsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon sem hafa haft veg og vanda af verkinu. Þau rita ítarlega inngangskafla að dagbókum Elku en Háskólaútgáfan gefur verkið út. Elka Björn...

Út er komin fimmtánda bókin í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar sem nefnist: Dagbók Elku. Alþýðumenning í þéttbýli á árunum 1915–1923 í frásögn Elku Björnsdóttur verkakonu. Það eru sagnfræðingarnir Hilma Gunnarsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon sem hafa haft veg og vanda af verkinu. Þau rita ítarlega inngangskafla að dagbókum Elku en Háskólaútgáfan gefur verkið út. Elka Björnsdóttir var verkakona í Reykjavík í upphafi 20. aldar. Hún var trúuð, þátttakandi í verkalýðsmálum, áhugasöm um menntir, menningu og framfarir en um leið íhaldssöm og fastheldin á hefðir. Hún var höfðingjadjörf og jafnréttissinnuð sveitakona sem fylgdist grant með því sem var að gerast í þjóðmálunum og tileinkaði sér margt af því sem nútíminn hafði upp á að bjóða. Bókin veitir einstaka innsýn inn í lífsbaráttu, kjör og aðbúnað fátæks fólks í Reykjavík um það leyti sem Ísland var að verða fullvalda ríki.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Forlagið
    Til á lager
    4.390 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt