Vörumynd

Snaran

Skáldagan Snaran vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 1968. Sagan er eintal – eða öllu heldur samtal þar sem rödd annars þátttakandans heyrist ekki – og er frásagnarformið einstakt í íslenskum bókmenntum.

Við erum stödd í óljósri framtíð. Stóriðja er helsti atvinnuvegurinn og erlent fjármagn og vinnuafl hefur flætt inn í landið. Nöpur ádeila sögunnar kemur ekki síst f...

Skáldagan Snaran vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 1968. Sagan er eintal – eða öllu heldur samtal þar sem rödd annars þátttakandans heyrist ekki – og er frásagnarformið einstakt í íslenskum bókmenntum.

Við erum stödd í óljósri framtíð. Stóriðja er helsti atvinnuvegurinn og erlent fjármagn og vinnuafl hefur flætt inn í landið. Nöpur ádeila sögunnar kemur ekki síst fram í mannlýsingu sögumannsins, sópara í verksmiðju, orðum hans, skoðunum og viðbrögðum. Hann segir sögu sína og þjóðarinnar, allt frá komu erlends herliðs á stríðsárunum og þeim þjóðfélagsbreytingum sem henni fylgdu og rekur hana allt til samtíma sögunnar. Er sá tími kannski runninn upp nú?

Jakobína Sigurðardóttur (1918–1994) var fædd í Hælavík á Hornströndum en var lengst af ævinnar húsmóðir í Garði í Mývatnssveit. Hún var einn virtasti rithöfundur landsins og sendi frá sér skáldsögur, smásögur og ljóðabækur. Þrjár skáldsagna hennar, Dægurvísa , Snaran og Lifandi vatnið voru valdar sem framlag Íslands til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Snaran hefur verið ófáanleg um árabil en kemur nú í Klassíska kiljuklúbbnum.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Forlagið
    Til á lager
    2.290 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt