Vörumynd

Adda-My Brain EP

My brain E.P. er fyrsta sólóplata
tónlistarkonunnar Öddu. Platan inniheldur sex
frumsamin lög sem samanstanda af gítarleik og
söng Öddu, bakröddum Sunnu Ing...

My brain E.P. er fyrsta sólóplata
tónlistarkonunnar Öddu. Platan inniheldur sex
frumsamin lög sem samanstanda af gítarleik og
söng Öddu, bakröddum Sunnu Ingólfsdóttur systur
hennar, víóluleik Kristínar Þóru Haraldsdóttur
og flautuleik Georgiu Brown. Adda er söngvaskáld
sem hefur vakið athygli fyrir persónulega
lagasmíð og innilega túlkun. Tónlist Öddu má
kalla vögguvísur til að vakna við. Hún
einkennist oft af möntrukenndum og tregafullum
gítarleik, en röddin er björt og mjúk, laglínur
melódískar og mildar en textar órólegir. Textar
Öddu eru það sem einn hlustandi kallaði
³geðvefjafræðilegirÊ og fjalla oft um reynslu af
andlegum átökum og sambandinu milli hugar og
líkama, um áráttur, þráhyggjur og fantasíur.
Tónlist hennar hefur fengið fólk til að hugsa
til Damien Rice, Joni Mitchell, Diane Cluck og
José Gonzales.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt