Vörumynd

Betrun

Stjórnendur fyrirtækja gera sér oft enga grein fyrir minni háttar misfellum í starfi sínu og samstarfsfólkið lætur kannski hjá líða að benda þeim á þær. En minni háttar mistök geta orðið meiri háttar vandamál séu þau tíð og síendurtekin; þau geta gegnsýrt fyrirtækin og lamað starfsemina.

Þetta er lærdómurinn sem draga má af nýrri bók Þórs Sigfússonar, Betrun . Þór var ráðg...

Stjórnendur fyrirtækja gera sér oft enga grein fyrir minni háttar misfellum í starfi sínu og samstarfsfólkið lætur kannski hjá líða að benda þeim á þær. En minni háttar mistök geta orðið meiri háttar vandamál séu þau tíð og síendurtekin; þau geta gegnsýrt fyrirtækin og lamað starfsemina.

Þetta er lærdómurinn sem draga má af nýrri bók Þórs Sigfússonar, Betrun . Þór var ráðgjafi fjármálaráðherra á árunum 1993 – 1998, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs á árunum 1998 – 2005 og hefur síðan starfað sem forstjóri Sjóvár Almennrar. Hann hefur áður skrifað bókina Straumhvörf sem kom út hjá Máli og menningu árið 2005.

Í bókinni rekur Þór hvernig hann tókst á við verkefnin sem biðu hans þegar hann settist í forstjórastól Sjóvár; rekstur, samskipti, starfsanda, ímynd – en ekki síður mistökin og lærdómana. Þetta er gagnleg lesning fyrir stjórnendur og leiðtoga og lífleg hvatning til að ná enn betri árangri.

Gera má ráð fyrir því að íslenskt viðskiptalíf taki töluverðum breytingum á komandi misserum.  Þau fyrirtæki munu standa upp úr sem ná góðum tökum á rekstrinum. Lykill að árangri er að skapa hefð fyrir samræðum um hvað megi gera betur og hvaða lærdóm megi draga af mistökum. Betrun er því ómissandi fyrir stjórnendur morgundagsins og þá sem áhuga hafa á því að gera betur í rekstri.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt