Vörumynd

Landsýn Land Seen

Í þrjú ár, frá 2014 til 2016, var danski myndlistarmaðurinn Johannes Larsen (1867-1961) fararstjóri Einars Fals Ingólfssonar á ferð hans um Ísland. Larsen fór um landið sumrin 1927 og...

Í þrjú ár, frá 2014 til 2016, var danski myndlistarmaðurinn Johannes Larsen (1867-1961) fararstjóri Einars Fals Ingólfssonar á ferð hans um Ísland. Larsen fór um landið sumrin 1927 og 1930 og dró upp rúmlega 300 teikningar á sögustöðum Íslendingasagna fyrir útgáfu danska forlagsins Gyldendal á Íslendingasögunum. Einar Falur fetaði í fótspor hans og ljósmyndaði umhverfi og fólk á sömu stöðum eða á ferð til sömu staða og Larsen.
Þegar Larsen kom til Íslands var hann á sextugasta aldursári og einn virtasti listamaður Dana. Frá unga aldri hafði hann einbeitt sér að því að túlka danskt landslag og náttúru á blæbrigðaríkan hátt, með sérstakri áherslu á fugla. Íslandsverkefnið reynst talsvert viðameira en Larsen bjóst upphaflega við og teygðist yfir tvö sumur. Fyrra sumarið, 1927, þurfti hann að snúa fyrr heim til Danmerkur en hann hafði ætlað, þar sem sú harmafregn barst honum til Stykkishólms að eiginkona hans lægi fyrir dauðanum – hún lést áður en hann náði til hafnar. Larsen sneri því aftur þremur árum síðar til að ljúka verkinu, beygður maður eftir fráfall eiginkonunnar.
Allt síðan 188 teikninga Larsen birtust í Íslendingasagnaútgáfu Gyldendal hafa lesendur sagnanna dáðst að meistaralegum tökum listamannsins á forminu, hvernig hann dregur upp og lýsir landi og stöðum á hlutlægan, blæbrigðaríkan og fágaðan hátt. Í hnökralausum línum og krossskyggingum birtast fjöll, hagar, vötn og ský, það glittir stundum í bæi og stöku fuglar birtast.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt