Vörumynd

Bono um Bono

Bono er einn frægasti og áhrifamesti tónlistarmaður síðustu áratuga. Barátta hans fyrir niðurfellingu skulda þriðja heimsins hefur gert hann að einum áhrifaríkasta listamanni seinni tíma.

Í þessari bók lýsir Bono sér sem skrifandi, víndrekkandi og biblíulesandi meðlim í hljómsveit. Aðgerðarsinna og farandsölumanni hugmynda. Skákmanni, rokkstjörnu í hlutastarfi og óperusöngvara í hávæ...

Bono er einn frægasti og áhrifamesti tónlistarmaður síðustu áratuga. Barátta hans fyrir niðurfellingu skulda þriðja heimsins hefur gert hann að einum áhrifaríkasta listamanni seinni tíma.

Í þessari bók lýsir Bono sér sem skrifandi, víndrekkandi og biblíulesandi meðlim í hljómsveit. Aðgerðarsinna og farandsölumanni hugmynda. Skákmanni, rokkstjörnu í hlutastarfi og óperusöngvara í háværustu þjóðlagasveit veraldar. Michka Assayas er tónlistarblaðamaður og rithöfundur sem starfar í París.

Hann hitti Bono fyrst í London árið 1980 og var fyrsti blaðamaðurinn sem ferðaðist með U2 utan Bretlandseyja. Undanfarin tvö ár hafa þeir Bono og Michka unnið saman að þessari einstöku bók. Hér talar Bono opinskátt um erfið uppvaxtarár sín, baráttu sína fyrir fátækustu lönd heims, trú sína og líf sem ein þekktasta stjarna nútímans.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt