Vörumynd

Islandfarben

Colours of Iceland kemur út á fjórum tungumálum: íslensku, ensku, frönsku og þýsku. Mjög hefur verið til hennar vandað og óhætt að segja að hún sé einhver glæsilegasta ljósmyndabók sem út hefur komið hér á landi. Þór Ingólfsson hannaði bókina. GPS-staðarákvarðanir fylgja hverri mynd.

Í eftirmála segir Thorsten: „Í þessari bók hef ég leitast við að sýna fegurð Íslands frá öðru sjónarh...

Colours of Iceland kemur út á fjórum tungumálum: íslensku, ensku, frönsku og þýsku. Mjög hefur verið til hennar vandað og óhætt að segja að hún sé einhver glæsilegasta ljósmyndabók sem út hefur komið hér á landi. Þór Ingólfsson hannaði bókina. GPS-staðarákvarðanir fylgja hverri mynd.

Í eftirmála segir Thorsten: „Í þessari bók hef ég leitast við að sýna fegurð Íslands frá öðru sjónarhorni en áður hefur verið gert. Í stað þess að mynda þekkt náttúrufyrirbæri og fræga staði hef ég lagt megináherslu á að finna þá liti sem í mínum huga endurspegla Ísland og um leið að sýna landið í nýju ljósi.“

Sigur Rós segir í formála: „Kannski erum við Íslendingar hættir að sjá fegurðina sem er allt í kringum okkur … Og kannski þarf einmitt „útlensk augu“ til að koma auga á fegurðina … kannski þarf einmitt Þjóðverja til að koma auga á það sem við Íslendingar erum hættir að sjá og þar er Thorsten líklega rétti maðurinn.“

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt