Vörumynd

Jóhannes S. Kjarval

Jóhannes S. Kjarval (1885-1972) varð goðsögn í
lifanda lífi sem málari stórbrotinna
landslagsmynda og skapari skáldlegra
fantasíuheima. Enginn íslenskur myn...

Jóhannes S. Kjarval (1885-1972) varð goðsögn í
lifanda lífi sem málari stórbrotinna
landslagsmynda og skapari skáldlegra
fantasíuheima. Enginn íslenskur myndlistarmaður
hefur verið í slíkum hávegum hafður með þjóð
sinni og hann. Hann var tignaður sem sjáandi og
snillingur. Allir þóttust eiga í honum bein og
menn nánast slógust um að komast yfir verk
hans.

Það hins vegar á færra vitorði að hann
var sískrifandi og framúrskarandi teiknari.
Eftir hann liggur umfangsmikið safn af
teikningum, skissum, sendibréfum og handritum.

Þetta hversdagsefnis listamannsins opnar
glufur inn í einkaheim sem fram til þessa hefur
verið almenningi lítt kunnur. Í huga hans var
texti ekki ofar mynd, eða mynd útfærsla á texta,
heldur var samruni skriftar og teikningar aðferð
til að sprengja upp flötinn og afnema mörk
myndlistar og ritlistar. Við sjáum Kjarval
ljóslifandi að störfum með penna eða pensil á
lofti.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt