Almúgamenn

Almúgamenn er eftir Arnmund Backman. Arnmundur hafði nýlega lokið við söguna er hann lést í september 1998. Áður voru komnar út tvær skáldsögur eftir Arnmund, Hermann og Böndin bresta en auk þess skrifaði hann leikrit.

Sögusvið er íslenskt sjávarþorp í upphafi sjötta áratugarins. Það eru mikil átök í íslensku þjóðlífi ­ milli landsbyggðarinnar og höfuðb...

Almúgamenn er eftir Arnmund Backman. Arnmundur hafði nýlega lokið við söguna er hann lést í september 1998. Áður voru komnar út tvær skáldsögur eftir Arnmund, Hermann og Böndin bresta en auk þess skrifaði hann leikrit.

Sögusvið er íslenskt sjávarþorp í upphafi sjötta áratugarins. Það eru mikil átök í íslensku þjóðlífi ­ milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarinnar, milli kapítalista og sósíalista og menn eru jafnvel á öndverðum meiði í trúmálum. Sumir telja Jósef Stalín guði almáttugum æðri.

Aðalsöguhetja bókarinnar er ungur drengur sem elst upp í þorpssamfélaginu og mótast af þeim viðhorfum sem ríkja hjá hans nánustu. Afi Gvendur og amma Gunna eru stoð hans og stytta.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt