Vörumynd

Þungi eyjunnar

Þungi eyjunnar eftir Virgilio Piñera er ljóð um hitabeltiseyjuna Kúbu, um kúbanska sögu, menningu og sjálfsmynd. Piñera lýsir kæfandi innilokun eyjarsamfélagsins og sögulegu óréttlæti liðinna alda með miskunnarlausu en safaríku myndmáli sem reitti suma samlanda hans til reiði þegar ljóðið kom fyrst út árið 1943.

Virgilio Piñera (1912 – 1979) var eitt af höfuðskáldum Kúbu á 2...

Þungi eyjunnar eftir Virgilio Piñera er ljóð um hitabeltiseyjuna Kúbu, um kúbanska sögu, menningu og sjálfsmynd. Piñera lýsir kæfandi innilokun eyjarsamfélagsins og sögulegu óréttlæti liðinna alda með miskunnarlausu en safaríku myndmáli sem reitti suma samlanda hans til reiði þegar ljóðið kom fyrst út árið 1943.

Virgilio Piñera (1912 – 1979) var eitt af höfuðskáldum Kúbu á 20. öld, þótt frægðarsól hans hafi fyrst verið að rísa fyrir alvöru á síðustu áratugum. Þungi eyjunnar er fyrsta verk hans sem kemur út í íslenskri þýðingu.

Kristín Svava Tómasdóttir þýddi og skrifaði eftirmála.

Kristín Svava Tómasdóttir er fædd 1985 í Reykjavík. Hún lauk meistaranámi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2014 og vinnur nú að bók um íslenska klámsögu sem byggð er á MA-ritgerð hennar. Kristín hefur birt ljóðaþýðingar í ýmsum tímaritum, einkum úr spænsku, ensku og portúgölsku, og gefið út fjórar ljóðabækur. Hún er ein af yfirritstjórum Meðgönguljóða, ljóðaseríu Partusar.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Forlagið
    Til á lager
    3.190 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt