Sjöundi sonurinn er samtímasaga um hefnd, græðgi og firringu – saga sem lætur sér ekkert óviðkomandi.
Einar blaðamaður á Síðdegisblaðinu fyrtist við þegar hann er sendur vestur á firði um hávetur. Ekki líður þó á löngu áður en hann fær fiðring í fréttanefið. Gamalt hús í miðbæ Ísafjarðar brennur og grunur leikur á íkveikju; þekktur fótboltakappi og félagi hans hve...
Sjöundi sonurinn er samtímasaga um hefnd, græðgi og firringu – saga sem lætur sér ekkert óviðkomandi.
Einar blaðamaður á Síðdegisblaðinu fyrtist við þegar hann er sendur vestur á firði um hávetur. Ekki líður þó á löngu áður en hann fær fiðring í fréttanefið. Gamalt hús í miðbæ Ísafjarðar brennur og grunur leikur á íkveikju; þekktur fótboltakappi og félagi hans hverfa sporlaust. Fyrr en varir er Einar kominn á kaf í ískyggilega atburðarás sem er á skjön við friðsæld Vestfjarða.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.