Vörumynd

Líf og limir

Dicte Svendsen, ritstjóri sakamála á Blaðinu, er snör í snúningum þegar lík ungrar konu finst við fótboltavöll meðan stórleikur fer fram. Sláandi við líkfundinn er að augu stúlkunnar hafa verið fjarlægð. Eina vísbending lögrelgunnar er fótur í sérkennilegum skóm sem sést bak við líkið á mynd í farsíma lítillar stúlku.

Er maðurinn í þungu skónum morðingi stúlkunnar eða er málið flókna...

Dicte Svendsen, ritstjóri sakamála á Blaðinu, er snör í snúningum þegar lík ungrar konu finst við fótboltavöll meðan stórleikur fer fram. Sláandi við líkfundinn er að augu stúlkunnar hafa verið fjarlægð. Eina vísbending lögrelgunnar er fótur í sérkennilegum skóm sem sést bak við líkið á mynd í farsíma lítillar stúlku.

Er maðurinn í þungu skónum morðingi stúlkunnar eða er málið flóknara en svo? Tengist glæpurinn svipuðum atburðum í öðrum löndum? Smám saman verður ein spurning áleitin: Er hægt að græða á dauða fólks?

Blaðamaðurinn og píanóleikarinn Elsebeth Egholm er ókrýnd glæpasagnadrottning Danmerkur. Með geysivinsælum og rómuðum sögum sínum um Dicte Svendsen hefur hún skapað sannfærandi heim og fyllt hann af lifandi fólki.

Auður Aðalsteinsdóttir þýddi.

„… ágætlega skrifuð og heldur athygli manns fyrirhafnarlítið …vitund frásagnarinnar [stekkur] milli margra persóna og sýnir okkur þannig atburðina frá ýmsum sjónarhornum og segir ólíkar sögur sem virðast jafnvel í upphafi ekki hafa neina snertifleti en fléttast saman áður en yfir lýkur.“
Maríanna Clara / Druslubækur og doðrantar

„Bók sem skiptir máli.“
Politiken

„Elsebeth Egholm er meistari í að skapa lifandi manneskjur og gæða þar með glæpasöguna sálfræðilegri dýpt.“
Kristeligt Dagblad

„Úthugsað og vel spunnið glæpamál í andstuttri frásögn … Ókrýnd glæpasagnadrottning Danmerkur.“
Jydske vestkysten

„Egholm hittir enn naglann á höfuðið.“
Berlingske tidende

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Forlagið
    Til á lager
    490 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt