Vörumynd

Hellahandbókin

Fáir þekkja þá undraveröld sem leynist víða undir hraunbreiðum landsins; hellana. Með gott vasaljós að vopni, hjálm og hlýjan fatnað má kynna sér þennan sérstæða heim sem allajafna er myrkri hulinn en býr í reynd yfir ótal litum, formum og furðum.

Hellahandbókin eftir Björn Hróarsson hefur að geyma leiðsögn í máli og myndum um 77 hraunhella sem telja má aðgengilega og hættul...

Fáir þekkja þá undraveröld sem leynist víða undir hraunbreiðum landsins; hellana. Með gott vasaljós að vopni, hjálm og hlýjan fatnað má kynna sér þennan sérstæða heim sem allajafna er myrkri hulinn en býr í reynd yfir ótal litum, formum og furðum.

Hellahandbókin eftir Björn Hróarsson hefur að geyma leiðsögn í máli og myndum um 77 hraunhella sem telja má aðgengilega og hættulitla fyrir ferðafólk, þó að ávallt beri að fara með gát. Í bókinni eru uppdrættir að mörgum hellanna og gerð grein fyrir staðsetningu þeirra. Rætt er um útbúnað og umgengni í hellaferðum og stuttlega fjallað um myndun hellanna. Fjölmargar ljósmyndir eru í bókinni sem gæða efnið lífi.

Höfundurinn, Björn Hróarsson, er jarð- og hellafræðingur og hefur stundað rannsóknir á hraunhellum í yfir aldarfjórðung. Hann hefur ritað fjölda bóka um íslenska náttúru, þar á meðal stórvirkið Íslenskir hellar sem er kjörin lesning fyrir þá sem vilja kynna sér nánar hella á Íslandi.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt