Vörumynd

Hvít sem mjöll

Mjöll Frigg

„Mjallhvít hafði ákveðið að héðan af myndi hún alls ekki skipta sér af málum annarra. Hún hafði verið hundelt, hún hafði næstum endað ævina í frystikistu og hún hafði orðið fyrir byssuskoti. Það var nóg, takk fyrir kærlega. Ekki meira blóð. Ekki meiri spennu eða flótta á hlaupum í snjó og hálku á sleipum hermannaklossum.“

Hin sautján ára Mjallhvít Andersson fer ein í sumarfrí ...

„Mjallhvít hafði ákveðið að héðan af myndi hún alls ekki skipta sér af málum annarra. Hún hafði verið hundelt, hún hafði næstum endað ævina í frystikistu og hún hafði orðið fyrir byssuskoti. Það var nóg, takk fyrir kærlega. Ekki meira blóð. Ekki meiri spennu eða flótta á hlaupum í snjó og hálku á sleipum hermannaklossum.“

Hin sautján ára Mjallhvít Andersson fer ein í sumarfrí til Prag til að jafna sig eftir átök vetrarins. Þar kynnist hún Zelenku, sérkennilegri stúlku sem segist vera hálfsystir hennar. Ýmislegt í frásögninni kemur heim og saman við fortíð Mjallhvítar en málin flækjast þegar fjölskylda Zelenku skiptir sér af sambandi þeirra. Fyrr en varir er Mjallhvít aftur í lífshættu.

Hvít sem mjöll er önnur bókin í þríleiknum um Mjallhvíti eftir finnska höfundinn Salla Simukka (f. 1981) en fyrsta bókin, Rauð sem blóð, vakti mikla lukku lesenda um allan heim.

Erla E. Völudóttir þýddi.

„Kuldaleg spenna ... kraftmikil unglingabók.“
ÁM / Morgunblaðið (um Rauð sem blóð)

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt