Vörumynd

Á sjókeip kringum landið

Bókin er sjóferðasaga Gísla H Friðgeirssonar, en
hann réri einn á kajak umhverfis landið sumarið
2009. Hann var fyrstur Íslendinga til að ljúka
þessu afreki...

Bókin er sjóferðasaga Gísla H Friðgeirssonar, en
hann réri einn á kajak umhverfis landið sumarið
2009. Hann var fyrstur Íslendinga til að ljúka
þessu afreki, þá 65 ára að aldri.
Bókin er vel
skrifuð og lesandinn á auðvelt með að setja sig
í spor ræðarans í glímunni við náttúruna og
sjálfan sig.
Í bókinni eru 226 svart hvítar
ljósmyndir sem Gísli tók að miklu leiti sjálfur
á leið sinni. Einnig 50 leiðakort og á sjöunda
hundrað örnefni allt í kringum landið og vel
unnin örnefnaskrá aftast. Einnig eru
orðskýringar aftast í bókinni.
Á sjókeip kringum
landið, gefur lesandanum tækifæri til að skynja
landið og strendur þess úr óvenjulegri átt og
einnig deilir höfundur líðan sinni og hugsunum
með lesandanum af látleysi og innsæi svo bókin
er ekki síður saga um innra ferðalag en ferðasaga.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt