Vörumynd

Sóley sólufegri: um Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum og tónstef Péturs Pálssonar

Sóley
Höfundar: Jóhannes úr Kötlum , Pétur Pálsson , Silja Aðalsteinsdóttir ritstj.

Sóleyjarkvæði eftir Jóhannes úr Kötlum kom fyrst út á bók árið 1952. Þetta er harmljóð í...

Höfundar: Jóhannes úr Kötlum , Pétur Pálsson , Silja Aðalsteinsdóttir ritstj.

Sóleyjarkvæði eftir Jóhannes úr Kötlum kom fyrst út á bók árið 1952. Þetta er harmljóð í 25 hlutum um glatað sjálfstæði íslensku þjóðarinnar og veika von um endurheimt þess. Síðar samdi Pétur Pálsson tónlist við ljóðið sem var frumflutt á Menningarviku hernámsandstæðinga í maí 1965. Upp frá því hefur Sóleyjarkvæði verið eitt af vinsælustu verkum Jóhannesar.

Skáldið vísar í ljóðinu jöfnum höndum í íslenskan sagna- og ljóðaarf og stjórnmálaviðburði á árunum eftir stríð. Hér er ljóðið birt með ítarlegum skýringum Árna Björnssonar á þessum vísunum. Þórður Helgason fjallar um mál og stíl ljóðsins en Gunnar Guttormsson skrifar um tónsmiðinn Pétur Pálsson og rekur sögu ljóðsins í flutningi og á hljómplötum.

Bókinni fylgir diskur með Sóleyjarkvæði í upprunalegum flutningi hóps hernámsandstæðinga en sú upptaka hefur aldrei komið út áður.

Bókin er gefin út í tilefni af 80 ára afmæli Bókmenntafélagsins Máls og menningar.

Silja Aðalsteinsdóttir ritstýrði.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Forlagið
    Til á lager
    3.390 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt