Vörumynd

Charcot - Heimskautafari, land

Franski landkönnuðurinn, leiðangursstjórinn og
læknirinn Jean-Baptiste Charcot (1867Í1936) var
einn þeirra merkismanna sem fyrstir könnuðu og
kortlögðu haf...

Franski landkönnuðurinn, leiðangursstjórinn og
læknirinn Jean-Baptiste Charcot (1867Í1936) var
einn þeirra merkismanna sem fyrstir könnuðu og
kortlögðu haf- og landsvæðin umhverfis
heimskautin í byrjun síðustu aldar. Þekktasta
skip Charcots var Pourquoi-Pas? Í sérútbúið
rannsóknaskip með þremur rannsóknastofum og
bókasafni Í allra fullkomnasta rannsóknaskip
heims á sínum tíma. Í ferðum þess voru gerðar
margvíslegar vísindarannsóknir sem þykja
stórmerkar enn þann dag í dag. Hinn 16.
september 1936 strandaði Pourquoi-Pas? í
aftakaveðri út af Álftanesi á Mýrum í
Borgarfirði. Þetta er eitt hörmulegasta sjóslys
Íslandssögunnar, en alls fórust 40 manns og
aðeins einn skipverjanna komst lífs af. Þessi
bók er gefin út nú þegar 70 ár eru liðin frá því
Pourquoi-Pas? fórst. Hér er ævi Charcots og
leiðöngrum hans til suður- og
norðurheimskautasvæðanna gerð skil í máli og
myndum, en bókina prýða á fjórða hundrað
ljósmyndir, kort og skjöl.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt