Vörumynd

TMM 2. hefti 2011

Í tölublaði þessu birtir Þorsteinn frá Hamri kveðjuljóð sem hann orti til Thors Vilhjálmssonar og Ástráður Eysteinsson prófessor skrifar grein um Thor sem hann nefnir „Munaður sálarinnar“.

Tvær greinar tengjast Jóhanni Jónssyni skáldi: Gunnar Már Hauksson segir frá kynnum föður síns, Hauks Þorleifssonar og Jóhanns, og birtir brot úr bréfi sem skáldið sendi vinafólki þar sem hann reku...

Í tölublaði þessu birtir Þorsteinn frá Hamri kveðjuljóð sem hann orti til Thors Vilhjálmssonar og Ástráður Eysteinsson prófessor skrifar grein um Thor sem hann nefnir „Munaður sálarinnar“.

Tvær greinar tengjast Jóhanni Jónssyni skáldi: Gunnar Már Hauksson segir frá kynnum föður síns, Hauks Þorleifssonar og Jóhanns, og birtir brot úr bréfi sem skáldið sendi vinafólki þar sem hann rekur ferðasögu til Berlínar sem Halldór Laxness átti síðar eftir að gera skil í bókinni Grikklandsárið . Guðrún Helgadóttir rithöfundur og fyrrum alþingismaður rekur ástarsögu sem lengi hefur legið í þagnargildi, Angantýr eftir Elínu Thorarensen, sem kom út árið 1946. Þar segir Elín frá því þegar ástir tókust með þeim Jóhanni árið 1915 þegar hann var nítján ára en hún fimmtán árum eldri.

Haukur Ingvarsson heldur áfram að tala við unga rithöfunda – að þessu sinni Kristínu Eiríksdóttur, sem segist hafa gaman af því að jagast í veruleikanum.

Hjalti Snær Ægisson skrifar um T.S. Eliot og Hannes Sigfússon en Emil Hjörvar Petersen skrifar um bókina The Storyteller eftir Nóbelsverðlaunahafann Mario Vargas Llosa.

Auk þess eru í heftinu ádrepur og ritdómar.

Ritstjóri er Guðmundur Andri Thorsson.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt