Vörumynd

Kamban - líf hans og starf

Guðmundur Kamban fór ungur út í heim að afla sér
frægðar. Hann sló snemma í gegn í Danmörku sem
leikskáld og leikstjóri, reyndi fyrir sér í
Englandi og Band...

Guðmundur Kamban fór ungur út í heim að afla sér
frægðar. Hann sló snemma í gegn í Danmörku sem
leikskáld og leikstjóri, reyndi fyrir sér í
Englandi og Bandaríkjunum, Frakklandi og
Þýskalandi Í var á faraldsfæti, skrifaði,
leikstýrði og fékkst við kvikmyndagerð. Leikrit
hans vöktu hrifningu og skáldsagan Skálholt kom
út víða og hlaut frábæra dóma austan hafs og
vestan. Þjóðverjar sýndu verkum Kambans alla tíð
áhuga og eftir valdatöku nasista fékk hann ýmis
verkefni og tækifæri í Þýskalandi, og síðan í
Danmörku eftir hernámið þar. Þessi tengsl leiddu
til þess að danskir andspyrnumenn drápu hann í
stríðslok.

Enn hefur Kamban ekki hlotið
uppreisn æru í Danmörku og löngum hafa menn velt
vöngum yfir því hvort þessi stórláti maður var
nasisti eða bara tækifærissinni. Hér fer Sveinn
Einarsson rækilega í saumana á dauða hans og
dregur fram margvísleg gögn sem varpa nýju ljósi
á málið en jafnframt fjallar hann af næmi og
skilningi um verk Kambans og viðburðaríka ævi.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  6.990 kr.
  Skoða
 • Penninn
  7.261 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt