Vörumynd

Níu sönglög við ljóð Laxness

Bókin hefur að geyma lög Jóhanns G. Jóhannssonar
við ljóð Halldórs Laxness útsett fyrir söngrödd
og píanó. Lögin eru flest samin á síðustu árum,
það nýjasta...

Bókin hefur að geyma lög Jóhanns G. Jóhannssonar
við ljóð Halldórs Laxness útsett fyrir söngrödd
og píanó. Lögin eru flest samin á síðustu árum,
það nýjasta sumarið 2014 en það elsta 1991. Öll
hljómuðu þau á Stofutónleikum Gljúfrasteins
haustið 2014 í flutningi Diddúar og Jóhanns,
nokkur þeirra hafa verið sungin af kórum og
söngkvartettum og sum hljómuðu fyrst á sviði
Borgarleikhússins og Þjóðleikhússins þar sem
Jóhann var um árabil tónlistarstjóri. Sönglögin
eru aðgengileg og lagræn og falla vel að andblæ
ljóðanna, en ljóðin sem leitað er fanga í eru:
Atlantshafið, Bráðum kemur betri tíð,
Fatahreinsararafsódían, Fornt ástaljóð enskt,
Frændi þegar fiðlan þegir, Hallormsstaðaskógur,
Nótt á tjarnarbrúnni, Stríðið og Þótt form þín
hjúpi graflín.
Áður hafa komið út þrjár
nótnabækur með sönglögum Jóhanns, ³Best að borða
ljóðË, ³Svið, við og þiðË og ³Lögin úr
SkilaboðaskjóðunniË.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Penninn
    Til á lager
    3.499 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt