Vörumynd

Ávísun á uppdrátta- og málaralistina

Ávísun um uppdrátta- og málaralistina eftir Helga Sigurðsson (1815–1888) er eina íslenska ritsmíðin frá fyrri öldum sem fjallar með fræðilegum hætti um myndlist. Hún er hugsuð sem ken...

Ávísun um uppdrátta- og málaralistina eftir Helga Sigurðsson (1815–1888) er eina íslenska ritsmíðin frá fyrri öldum sem fjallar með fræðilegum hætti um myndlist. Hún er hugsuð sem kennslubók í teikningu og málun og var líklega samin í Kaupmannahöfn veturinn 1846–1847. Meginefni ritsins er fjarvíddarteikning en það fjallar einnig um listmálun og gildi og gagnsemi myndlistar. Höfundurinn stundaði nám í læknisfræði og myndlist í Kaupmannahöfn en gerðist síðar læknir, bóndi og prestur á Vesturlandi. Hann var einnig ljósmyndari, forngripasafnari og bragfræðingur og var auk þess einn af stofnendum Þjóðminjasafns Íslands.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt