Vörumynd

Felix Bergsson-Borgin

Borgin hefur verið í vinnslu frá árinu 2012 en
fyrri sólóplata Felix, Þögul nóttin, kom út árið
2011. Sú plata fékk mjög góðar viðtökur og
dóma. Felix hóf...

Borgin hefur verið í vinnslu frá árinu 2012 en
fyrri sólóplata Felix, Þögul nóttin, kom út árið
2011. Sú plata fékk mjög góðar viðtökur og
dóma. Felix hóf að sanka að sér tónlist frá
vinum og samstarfsfélögum og síðan að semja
texta. Jón Ólafsson var aftur með Felix við
vinnslu plötunnar, valdi með honum lögin,
útsetti þau, spilaði og tók upp í stúdíó Eyranu.
Nú þegar hafa lögin Eydís (Karl Olgeirsson/FB)
og Næturljóð (Jón Ólafsson/FB) farið í spilun á
útvarpsstöðvum.
Titillinn Borgin vísar í
nútímann, lífið í borgum heimsins og aðdáun
Felix á þeirri gerjun, sköpun og
tilfinningaskala sem finna má í borgum. Platan
innheldur 10 poppflugur. Lagahöfundar eru Jón
Ólafsson, Ottó Tynes, Eberg, Karl Olgeirsson,
Sigurður Örn Jónsson og Dr. Gunni en Felix semur
flesta texta utan tvo sem eru eftir Dr. Gunna og
Bjartmar Guðlaugsson. Textarnir eru margir
persónulegir og vísa í lífsreynslu og lífssýn
höfundar

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Penninn
    Til á lager
    2.800 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt