Vörumynd

Melchior-Matur fyrir tvo

Matur fyrir tvo er tónlistarlegt framhald
plötunnar melchior, sem kom út árið 2009.
Kammerpoppið hefur hér verið þróað enn fremur og
útkoman er fjölbreytni,...

Matur fyrir tvo er tónlistarlegt framhald
plötunnar melchior, sem kom út árið 2009.
Kammerpoppið hefur hér verið þróað enn fremur og
útkoman er fjölbreytni, ferskur stíll og sterk
heild.
Matur fyrir tvo hefur að geyma 14 lög,
sem hvert og eitt fjallar um ákveðinn stað og
ákveðna stund. Þarna er spriklandi vor á
Seltjarnarnesi, Þorrablót í Stuttgart og
hvítvínsglas síðsumars á brautarstöð í Basel.
Uglan er náttúruþriller sem gerist í mynni
Hjaltadals 21. júlí, 1970, kl 20:13 Í 21:50. Að
vanda er svo tímalaus sálmur á plötunni.
Hefti
fylgir Mat fyrir tvo þar sem finna má texta
lagana á stóru og læsilegu letri.
Hljómsveitin
Melchior er skipuð þeim Hilmari Oddssyni,
Hróðmari I Sigurbjörnssyni og Karli Roth, sem
syngja og leika á gítara og hljómborð, Kristínu
Jóhannsdóttur söngkonu, Gunnari Hrafnssyni
bassaleikara og Kjartani Guðnasyni
trommuleikara.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt