Vörumynd

Messi - eins og hann er

Messi

Lionel Messi er ennþá ungur að árum en hefur þegar náð að slá flestöll met sem hægt er á fótboltavellinum. Og hann sýnir þvílíka snilli og leikni að margir telja að hann sé þegar orðinn best...


Lionel Messi er ennþá ungur að árum en hefur þegar náð að slá flestöll met sem hægt er á fótboltavellinum. Og hann sýnir þvílíka snilli og leikni að margir telja að hann sé þegar orðinn besti fótboltamaður sögunnar.

Í bókinni Messi – eins og hann er birtist saga Messis, glæsilega myndskreytt, frá því hann var lítill strákur í borginni Rosario í Argentínu og fram á þennan dag.

Þó hann hefði ótrúlega hæfileika leit um tíma út fyrir að hann myndi ekki ná að stækka nógu mikið til að þroska hæfileika sína. En úr því var bætt og hann komst til besta fótboltafélags í heimi, Barcelona, þar sem Eiður Smári Guðjohnsen spilaði um tíma með honum.

Messi – eins og hann er – ævintýri um litla fátæka strákinn sem varð sá besti í heimi. Bókin segir ævisögu hans, birtir tölulegar upplýsingar um ótrúleg afrek hans, myndir eru frá öllum ferli hans. Þraut og spil eru svo punkturinn yfir i-ið.

Verslanir

  • Forlagið
    Til á lager
    1.485 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt